Meirihlutinn fallinn á Akranesi

Sveinn Kristinsson skipar fyrsta sætið hjá Samfylkingunni á Akranesi
Sveinn Kristinsson skipar fyrsta sætið hjá Samfylkingunni á Akranesi

Meirihlutinn féll á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í dag. Samfylkingin fékk flest atkvæði og fjóra menn kjörna og bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum. Kjörsókn var 69,24%. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar tveimur bæjarfulltrúum.

Alls voru 4.548 á kjörskrá á Akureyri. Atkvæði greiddu 3.149. Auðir voru 257 og ógildir 35.

Framsóknarflokkurinn fékk 680 atkvæði og tvo bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 719 atkvæði og tvo bæjarfulltrúa.

Samfylkingin fékk 993 atkvæði og fjóra bæjarfulltrúa og Vinstri grænir fá 465 atkvæði og einn bæjarfulltrúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert