Dagur ætlar ekki að segja af sér

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og varaformaður flokksins, segist ekki ætla að segja af sér, í ljósi dræmrar útkomu flokksins í Reykjavík.

Spurður hvort hann hafi íhugað stöðu sína, líkt og Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, leggur til í pistli á vefnum Herðubreið, segir Dagur:

„Ég hef náttúrulega íhugað marga hluti þessa dagana og Samfylkingin. En ég hef bara ekki séð þennan pistil. Skilaboðin frá kjósendum eru um breytingar. Ég held að stóra prófið sé að standa undir þeim skilaboðum. Tryggja að það verði nægilegar breytingar í pólitíkinni og í borginni. Og það er það sem ég er að vinna að." Dagur segist lengi hafa talað fyrir ýmsum umbótum, sem hann telji enn mikilvægt að hrinda í framkvæmd.

Ekki er því annað að heyra á Degi, en að hann hafi enn erindi sem hann vilji koma á framfæri við borgarbúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert