Jón Gnarr hættir sem leikskáld

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Eggert

„Ég er hættur sem Borgarleikhússskáld. Við gengum frá þessu í dag og ég mun ekki þiggja laun þaðan framar,“ segir Jón Gnarr, nýkjörinn borgarfulltrúi Besta flokksins, en hann telur óeðlilegt að að þiggja tvöföld laun frá Reykjavíkurborg.

„Það eru hins vegar margir sem skilja ekki alveg út á hvað starfið gekk. Það eru margir sem halda að starf leikhússskálds feli í sér þá skyldu að skrifa leikrit. Hlutverk þess er að fá fólk sem ekki hefur verið mikið í leikhúsi til að koma í leikhúsið og vera hluti af daglegu lífi leikhússins,“ segir Jón sem ætlar nú að einbeita sér að borgarmálunum í staðinn.

Hann segir starfið hafa verið skemmtilegt en hann hefur unnið að handriti fyrir leikhúsið undanfarna mánuði. „Því verki mun Benedikt Erlingsson leikstýra, ég hef unnið þetta með honum. Það er að vísu ekki fullklárað en ég mun samt reyna að leggja lokahönd á verkið um leið og ég hef næði, ef einhverjar frístundir verða,“ segir Jón sem kveðst ekki koma til með að þiggja frekari laun fyrir þá vinnu. „Þetta er bara skemmtilegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert