Nýr borgarstjóri hatar Dani!

Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr á þaki Æsufells 4 …
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr á þaki Æsufells 4 í gær. mbl.is/Ómar

Nýr borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gnarr, kemst í fréttir margra erlendra fjölmiðla í dag , m.a. í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Í umfjöllun Extrabladet í Danmörku er rifjað upp gamalt myndband af uppstandi hjá Jóni, þar sem hann gerir grín að Dönum og segist hata þá. Þeir séu svo leiðinlegir og alltaf hjólandi.

Segir í frétt Extra-blaðsins að nú verði höfuðborg Íslands skemmtilegri eftir nokkurra ára niðursveiflu í efnahagslífinu hér á landi. Þetta sé loforð nýs borgarstjóra. Einnig er greint frá nokkrum kosningaloforðum Besta flokksins, eins og að fá ísbjörn í húsdýragarðinn og frí handklæði í allar sundlaugar.

Sambærileg umfjöllun er í breska blaðinu Telegraph. Þar er einnig sagt frá því að Besti flokkurinn hafi keyrt á myndbandi fyrir kosningar, við lag eftir Tinu Turner, Simply the best.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert