Dýrasta kosningabaráttan hjá Samfylkingunni

Frá prófkjöri sjálfstæðismanna á Selfossi í vor.
Frá prófkjöri sjálfstæðismanna á Selfossi í vor. mbl.is/Sigmundur

Kosningabaráttan fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Árborg í maí, var dýrust hjá Samfylkinginni, samkvæmt tölum, sem lagðar voru fyrir fund bæjarráðs í síðustu viku. Sjálfstæðisflokkurinn aflaði hins vegar mestra tekna.

Fram kemur í yfirlitinu að kostnaður Samfylkingarinnar var 1.692.588 krónur en tekjur 1.061.512 krónur. Kostnaður Sjálfstæðisflokksins var 1.669.480 krónur en tekjur 1.542.437 krónur. Kostnaður Framsóknarfélags Árborgar var 1.012.120 krónur og tekjur 823.000 krónur og kostnaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs var 751.872 krónur en tekjur 532.000 krónur.

Í kosningunum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 5 bæjarfulltrúa, Samfylkingin 2 fulltrúa og VG og Framsóknarflokkur 1 hvor. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert