Spánarboðið ekki ólöglegt

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. mbl.is/Golli

Sigurður Líndal, prófessor í lögum, segist í fljótu bragði ekki sjá að það ógildi framboð til embættis forseta þótt frambjóðandi heiti fólki gjöfum fyrir að safna meðmælendum. Hann tekur þó fram að hann telji slíkt með öllu óviðeigandi.

Ástþór Magnússon, sem ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hefur opinberlega heitið þeim facebookvini sínum sem safnar flestum meðmælendum fyrir framboðið á næstu sjö dögum Spánarferð. Hann greiðir flugfarið og býður viðkomandi að gista í íbúð í húsi sínu á Marbella.

Í kosningalögum og hegningarlögum er bannað að bera fé á kjósendur og hafa þannig áhrif á hvernig þeir greiða atkvæði. Sigurður segist ekki finna sambærileg ákvæði um söfnun meðmælenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert