Ískyggilega mikil áhrif fjármálaafla

Herdís Þorgeirsdóttir.
Herdís Þorgeirsdóttir. Skjáskot/visir.is

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi segir það flækja myndina þegar fjallað er um stjórnarskrána, þá nýju sem er í smíðum, og stjórnskipan að í samfélaginu eru öfl sem stöðugt eru að efla áhrif sín. Þetta sagði hún á borgarafundi í Iðnó í kvöld.

Hún sagði þessi öfl sterk fjármálaöfl og þau væru farin að hafa ískyggilega mikil áhrif á stjórnmálalífið, og hverjir kæmust til valda, í gegnum fjölmiðla. „Þetta er mikið áhyggjuefni,“ sagði hún og vísaði í viðauka við rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem því var lýst hvernig vald safnaðist á fárra hendur.

Að öðru leyti fór Herdís yfir tillögur stjórnlagaráðs og stjórnarskrána sem mótuð var í þeirri vinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert