11,6% kjörsókn á Suðurlandi

Kjörstjórn Suðurlandskjördæmis birti fyrstu tölur um kjörsókn kl. 13. Þá höfðu 3.876 manns kosið sem jafngildir um 11,6% kjörsókn.

Samkvæmt Karli Gauta Hjaltasyni, formanni yfirkjörstjórnar Suðurlandskjördæmis, eru engar samanburðartölur við eldri kosningar tiltækar. Þó sagði hann frá því að enginn myndi eftir eins mörgum utankjörfundaratkvæðum. „Við höfum fengið gífurlegt magn af utankjörfundaratkvæðum. Hér eru allir sammála um það að aldrei hafi verið greidd jafn mörg atkvæði utan kjörfundar,“ segir Karl Gauti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert