Þóra búin að kjósa

Þóra naut aðstoðar Nínu Sólveigar dóttur sinnar við að setja …
Þóra naut aðstoðar Nínu Sólveigar dóttur sinnar við að setja kjörseðilinn í kassann. mbl.is/GSH

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mætti í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði rétt áðan og greiddi atkvæði sitt. Það gekk þó ekki hnökralaust fyrir sig þar sem í ljós kom að hún gleymdi skilríkjunum heima.

Þóra mætti í fylgd eiginmanns síns og barna. Þrátt fyrir að vera skilríkjalaus fékk hún að kjósa og naut aðstoðar dóttur sinnar við að setja kjörseðilinn í kjörkassann.

Í grein í Morgunblaðinu í dag sagðist hún hafa í kosningabaráttu sinni fengið staðfest enn og aftur hversu gott fólk búi hér á landi. Það hafi eflt hana í þeirri trú að framtíðarhorfurnar séu góðar, ef rétt sé haldið á málum.

„Kosningabaráttan hefur einnig staðfest það sem ég tel einn okkar helsta löst. Hún hefur mikið til farið fram á netinu og ekki verið falleg. Tortryggni, upphrópanir, óhróður og ósannindi hafa flogið þar um og komið illa við marga. Sagt er að þetta sé eðlilegur fylgifiskur kosninga, einkum í persónukjöri eins og forsetakosningar eru. Því er ég ósammála. Ég tel einboðið að nú sé kominn tími til að við hefjum umræðuna á annað og betra svið, fylgjum lögmálum rökræðunnar og fjöllum um málefni af virðingu fyrir sjónarmiðum annarra.“

Þóra Arnórsdóttir, Svavar Halldórsson og börn þeirra komu á kjörstað …
Þóra Arnórsdóttir, Svavar Halldórsson og börn þeirra komu á kjörstað í Víðistaðaskóla á tólfta tímanum. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert