Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni nú í morgun að niðurstaða forsetakosninganna hljóti að vera Ólafi Ragnari Grímssyni mikið umhugsunarefni.

„Því varla hefur hann búist við því þegar hann sá sig um hönd eftir áramótin og ákvað að gefa kost á sér enn eitt kjörtímabilið, að hann myndi einungis hljóta stuðning 35% atkvæðisbærra manna í landinu — þ.e. 52,8% þeirra 69,2% sem yfirleitt skiluðu sér á kjörstað,“ segir hún.

Ólína segir það af og frá að kosning Ólafs sé sannfærandi þótt niðurstaðan sé ótvíræð. „Einhver gæti sagt að þetta væri gula spjaldið.“

Heimasíða Ólínu Þorvarðardóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert