Vantraust á stjórnmálaforystuna

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

„Ég tel þetta vera verulega góða niðurstöðu fyrir Ólaf enda var mjög hart að honum sótt,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um úrslitin í forsetakosningunum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson náði endurkjöri sem forseti Íslands. Hún bendir á að hann hafi fengið meirihluta í öllum kjördæmum og að Þóra Arnórsdóttir, sem fékk næstmest fylgi, hafi hvergi ógnað stöðu hans.

Hvað kosningaþátttökuna varðar, sem var um 69%, og umræðu um að hún hafi verið slök segir Stefanía ekki hægt að túlka hana sem áfellisdóm yfir Ólafi Ragnari. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því að töluvert af fólki hafi ákveðið að kjósa ekki. Þar geti bæði til að mynda spilað inn í áhugaleysi á kosningunum og gott veður. „Það er í það minnsta erfitt að draga þá ályktun að þeir sem kusu ekki hafi viljað breytingar enda stuðlar það ekki að miklum breytingum að taka ekki þátt í kosningum,“ segir hún.

Stefanía segir ljóst að niðurstaða kosninganna feli það í sér að kjósendur Ólafs Ragnar séu að lýsa yfir stuðningi við þær breytingar sem hann hafi gert á forsetaembættinu í embættistíð sinni. Þá sé kosning Ólafs einnig ákveðin vantraustsyfirlýsing á stjórnmálaforystuna í landinu. Gera megi ráð fyrir að það sé til að mynda ein skýringin á miklum stuðningi sjálfstæðismanna við Ólaf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert