Steingrímur ætlar að hætta

Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundinum í dag.
Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að vera ekki í framboði til formanns flokksins á landsfundi um næstu helgi.

Steingrímur hefur verið alþingismaður í 30 ár, en hann var kosinn á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1983. Hann var þá 28 ára gamall. Steingrímur hefur verið formaður VG frá stofnun flokksins árið 1999.

Steingrímur hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988-1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009-2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011-2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra síðan 2012.

Steingrímur er 57 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert