„Veit ekki fyrir hvað Katrín stendur“

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

„Konum verður að fjölga í forystu flokkanna til að stjórnmál höfði til kvenna. Katrín Jakobsdóttir á örugglega góða möguleika á að verða formaður VG.“

Þetta segir Lilja Mósesdóttir alþingismaður á fésbókarsíðu sinni í dag í tilefni framboðs Katrínar til formanns Vinstri grænna, en Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti í gær að hann ætlaði að hverfa úr formannsstóli á landsfundi VG á næstunni.

„Vandamálið við Katrínu er hins vegar að hún hefur aldrei farið gegn Steingrími J. Nægir að nefna Icesave-málið og lækkun virðisaukaskatts á umhverfisvænar bleiur sem hún gat ekki stutt, þrátt fyrir að hafa gefið út bók um umhverfisvænt uppeldi.

Ég veit reyndar ekki fyrir hvað Katrín stendur hugmyndafræðilega, þrátt fyrir tvö ár í þingflokki VG. Katrín verður að taka slaginn við Steingrím J. sem ætlar sér örugglega að verða skuggastjórnandi VG,“ segir Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert