Leggjast gegn staðgöngumæðrun

Frá landsfundi VG.
Frá landsfundi VG. Skapti Hallgrímsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggst gegn staðgöngumæðrun, bæði í hagnaðar- og velgjörðarskyni. Ályktun þess efnis fékk einróma samþykki á landsfundi VG.

„Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og eigum ekki að samþykkja,“ segir m.a. í ályktuninni.  

Staðgöngumæðrun er skilgreind í núgildandi lögum sem tæknifrjóvgun framkvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og hefur fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu.“

Núgildandi lög heimila ekki staðgöngumæðrun, en fyrir rúmu ári síðan samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að skipa starfshóp til að undirbúa frumvarp um að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Málið var afar umdeilt á þingi.

Niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var í maí í fyrra bentu til þess að meirihluti Íslendinga séu fylgjandi staðgöngumæðrun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert