Framsókn bætir enn við sig fylgi

Kjörkassi atkvæðagreiðsla atkvæði kosningar kosið
Kjörkassi atkvæðagreiðsla atkvæði kosningar kosið mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt nýjustu fylgiskönnun MMR heldur Framsóknarflokkurinn áfram að bæta við sig fylgi, fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist mest allra flokka, og fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að dragast saman. Stuðningur við Bjarta framtíð dalar og önnur framboð ýmist standa í stað eða bæta heldur við sig. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,7%.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,5% fylgi og hefur það ekki mælst minna síðan fyrir síðustu Alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn mælist með 23,8%, Björt framtíð með 15,3%, Samfylkingin með 12,8% og Vinstri græn með 9,5%. Fylgi Dögunar, Hægri grænna og Pírata mælist á bilinu 2,2-2,5%. 

Könnunin var framkvæmd á á tímabilinu 19. til 21. febrúar 2013 og var heildarfjöldi svarenda 814 manns á aldrinum 18 - 67 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert