Elsti frambjóðandinn 103 ára?

Myndin af Hlíf er síðan hún var 95 ára. Í …
Myndin af Hlíf er síðan hún var 95 ára. Í bakgrunni er málverk af Heklu sem Þórarinn B. Þorláksson málaði í nágrenni Laugarvatns þegar Hlíf var þrettán ára, en hún ólst þar upp. Af Facebook-síðu Langlífis

Líklegt má telja að Hlíf Böðvarsdóttir, amma Guðmundar Steingrímssonar alþingismanns, sé elsti frambjóðandi í kosningum hér á landi. Hlíf er 103 ára og mun skipa heiðurssæti Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Á Facebook-síðu Langlífis, sem Jónas Ragnarsson heldur úti, segir að ekki sé vitað um eldri frambjóðendur hér á landi. Hlíf er nú 103 ára en verður orðin 104 þegar kosið verður í lok apríl.

Þar er vitnað í útvarpsviðtal við Hlíf frá síðasta ári þar sem hún sagði: „Ég var alltaf framsóknarkona og maðurinn minn líka og pabbi minn og margir í kringum mig, en ég kunni vel að meta hina sem að höfðu aðra trú.“

Framboðslisti Bjartrar framtíðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert