Framsókn með 32% fylgi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á flokksþingi Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á flokksþingi Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Framsóknarflokkurinn mælist með 32% fylgi í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn fær 27,5% fylgi samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt könnuninni fær Björt framtíð 9%, Samfylkingin 14%, VG 7% og aðrir flokkar fá samtals 10,5%, en enginn þeirra fær nægan stuðning til að fá mann kjörinn á þing.

Í Gallup-könnun, sem RÚV birti í kvöld, var Sjálfstæðisflokkurinn með aðeins meira fylgi en Framsóknarflokkurinn, en báðir flokkarnir myndu fá 19 þingmenn.

Þessar kannanir sýna sömu meginlínur og aðrar kannanir hafa verið að sýna síðustu vikurnar, að Framsókn er á uppleið, en fylgi Sjálfstæðisflokksins er að dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert