Flokkur heimilanna stofnaður

Halldór Gunnarsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en hann sagði sig úr …
Halldór Gunnarsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en hann sagði sig úr flokknum í kjölfarið og hefur nú stofnað nýjan í félagi við fleiri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýr flokkur, sem gefið hefur verið nafnið Flokkur heimilanna, var stofnaður í dag eftir. Talsmenn flokksins voru tilnefndir Halldór Gunnarsson í Holti, sem bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og sagði sig úr flokknum í kjölfarið, og Inga Karen Ingólfsdóttir.

Formaður flokksins er Vilhjálmur Bjarnason, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

Opinn fundur um stöðu lána og verðtryggingarinnar

Halldór í Holti sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með stefnu flokksins og sagði stuttu frá því í Silfri Egils að til stæði að stofna nýjan flokk „með afskaplega einfaldri markmiðslýsingu; hvað verði nákvæmlega að gera gagnvart fjármálum heimilanna, gagnvart því að ná fram því að lög um gengislán og neytendalán nái fram í dómssal með flýtimeðferð og síðan setjum við fram afmarkaðar áherslur um hvernig við ætlum að leysa úr efnahagsvandanum.“

Í tilkynningu frá flokknum segir að undirbúningsnefnd hafi unnið að stofnun flokksins í nokkurn tíma. Nú þegar Flokkur heimilanna hefur formlega verið stofnaður boðar hann til fundar á morgun miðvikudaginn 20. mars, klukkan 20 í Háskólabíói.

Yfirskrift fundarins er „Eiga heimilin von“. Framsögumenn á fundinum verða Ólafur Arnarsson og Ólafur Ísleifsson sem ræða munu stöðu verðtryggingarinnar og lána heimilanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert