Ólíkar tillögur frá stjórnarliðum

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Sá texti sem lagður var hér fram í gærmorgun af nokkrum háttvirtum þingmönnum er ekki í samræmi við þann texta sem formaður Samfylkingar sendi formönnum stjórnmálaflokkanna til þess að hugsa um um helgina,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í morgun.

Vísaði hann þar til breytingartillögu sem þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Oddný G. Harðardóttir og Álfheiður Ingadóttir, lögðu fram í gær við frumvarp formanna flokkanna auk formanns Bjartrar framtíðar ásamt stjórnarþingmönnunum Árna Þór Sigurðssyni og Skúla Helgasyni.

Breytingartillagan gerir ráð fyrir því að ákvæði frumvarps stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið óbreytt upp í núgildandi stjórnarskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert