38,1% þingmanna samþykktu tillögu um 40%

Frá Alþingi í kvöld.
Frá Alþingi í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

38,1% atkvæðabærra þingmanna greiddu atkvæði með tillögu Árna Páls Árnasonar, Guðmundar Steingrímssonar og Katrínar Jakobsdóttur á þingi í kvöld þegar 24 þingmenn af 63 samþykktu tillöguna.

Vakin var athygli á þessu á samskiptavefnum Facebook í kvöld og þar sagði einn að með þessu hefði tillagan fallið á því ákvæði sem þingmenn voru að samþykkja um að 40% atkvæðabærra manna yrðu að samþykkja breytingar á stjórnarskrá í almennri atkvæðagreiðslu til að hún hljóti samþykki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert