Framsókn fengi 10 þingmenn í NA- og S-kjördæmi

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups er fylgi Framsóknarflokksins mest í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Samtals fengi flokkurinn tíu kjördæmakjörna þingmenn í þeim tveim kjördæmum ef kosið yrði í dag. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengju jafn marga þingmenn í Reykjavík

Í Reykjavíkurkjördæmi suður fengi Framsóknarflokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Samfylkingin tvo menn, Björt framtíð tvö og Vinstri græn einn. Skiptingin er sú sama í Reykjavíkurkjördæmi norður. 

Í Suðvesturkjördæmi fengi Framsóknarflokkurinn þrjá kjördæmakjörna þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Samfylkingin tvo menn, Björt framtíð tvo og Vinstri græn einn.

Í Norðvesturkjördæmi fengi Framsóknarflokkurinn þrjá menn, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Samfylking einn, Björt framtíð einn og Vinstri græn engan.

Í Norðausturkjördæmi fengi Framsóknarflokkurinn fimm menn, Sjálfstæðisflokkur tvo, Samfylking einn, Björt framtíð engan og Vinstri græn einn.

Í Suðurkjördæmi fengi Framsóknarflokkurinn fimm kjördæmakjörna menn, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Samfylking einn en hvorki Björt framtíð né Vinstri græn næðu kjördæmakjörnum þingmanni inn, samkvæmt frétt á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert