Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður

Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Fylgi Sjálfstæðisflokksins myndi stóraukast ef Hanna Birna Kristjánsdóttir væri formaður flokksins samkvæmt nýrri könnun MMR sem var gerð fyrir Viðskiptablaðið.

Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram, að nær helmingur þeirra sem ætli sér að kjósa Framsóknarflokkinn í komandi kosningum myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna væri formaður flokksins og leiddi hann í gegnum Alþingiskosningar. 

Fram kemur, að þátttakendur í könnuninni hafi meðal annars verið spurðir að því hvort þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna yrði formaður flokksins og leiddi hann í komandi kosningum. Um 44% þeirra sem lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn svara spurningunni játandi, þar af sögðu um 19% „já, örugglega“ og um 25% „já, líklega“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert