Útlit fyrir mikla endurnýjun

Mikil hreyfing er á fylgi flokkanna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun sem …
Mikil hreyfing er á fylgi flokkanna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. mbl.is/Kristinn

Þrjátíu nýir þingmenn; 15 konur og 15 karlar, taka sæti á Alþingi eftir kosningar ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Þar af kæmu 17 nýir þingmenn frá Framsóknarflokknum, sem fengi 24 kjördæmakjörna þingmenn.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að skipt eftir aldri kjósenda er fylgistap Sjálfstæðisflokksins mest meðal 30-49 ára og 50-64 ára. Fylgistapið mælist hinsvegar talsvert minna hjá aldurshópunum 18-29 ára og 64 ára og eldri. Stærstur hluti þessa fylgis fer yfir til Framsóknar.

„Framsóknarmennirnir hafa verið með þessi loforð um skuldaniðurfellingu og gegn verðtryggingu og það er náttúrlega þessi hópur á þessu aldursbili sem líklegast er að hafi mestar skuldirnar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, spurður út í þetta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert