Meiri líkur á vinstristjórn

Hanna Birna vill vinna að því í gegnum skattaafslátt og …
Hanna Birna vill vinna að því í gegnum skattaafslátt og séreignarsparnað að höfuðstóll lána lækki um 20% á næsta kjörtímabili. mbl.is/Kristinn

„Eins og þetta lítur út núna er það allt eins líklegt og í raun líklegra vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins um 20% fylgi. Slíka niðurstöðu verður erfitt að túlka sem augljóst ákall um það sem þarf nákvæmlega núna sem er fleiri tækifæri, meiri ráðstöfunartekjur, lægri skattar og sátt um uppbyggingu á sem flestum sviðum.“

Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali í Morgunblaðinu í dag, aðspurð hvort hún telji meiri líkur eða minni á að vinstristjórn verði mynduð eftir komandi alþingiskosningar 27. apríl.

Spurð hvort meint óánægja með landsfund skýri fylgistap í könnunum rifjar Hanna Birna upp að sú þróun hafi hafist eftir Icesave-dóminn.

„Ég held að menn ofmeti þátt landsfundar í þessum breytingum ... Ég held að það sé ofmat að telja að það hafi breytt miklu, enda sjáum við ef við skoðum skoðanakannanir að stærsta fylgisbreytingin verður í kringum Icesave-dóminn í janúar. Þá hefst sú þróun að fylgið hefur verið að fara frá Sjálfstæðisflokknum yfir á Framsóknarflokkinn,“ segir Hanna Birna í samtalinu, þar sem hún hvetur sjálfstæðismenn að snúa aftur heim til fylgis við flokkinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert