Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að mati Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, má vart má á milli sjá hvor er meira áberandi, vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna eða hægristjórnaráróður samfylkingarfólks. „Allt eru þetta hefðbundin viðbrögð við velgengni miðjuflokks, og kemur því ekki á óvart.“

Í pistli á heimasíðu sinni skrifar Sigmundur Davíð að Össur [Skarphéðinsson] spinni svo mikið „að maður heldur ekki þræðinum lengur.“

Þá segir: Staðan er hins vegar ekki flókin. Eftir umræðu undanfarinna vikna er ljóst að annað hvort verður mynduð ríkisstjórn um áherslur Framsóknar eða það verður mynduð ríkisstjórn gegn þeim.

Annað hvort verður mynduð ríkisstjórn um skuldaleiðréttingu, afnám verðtryggingar og heilbrigðara fjármálakerfi eða ríkisstjórn þeirra sem telja í lagi að láta vogunarsjóði  ákveða hvenær Ísland brýst úr viðjum skulda og hafta, ríkisstjórn  sem telur ekki rétt að nýta einstakt tækifæri til að koma til móts við skuldsett heimili, ríkisstjórn um óbreytt fjármálakerfi, ríkisstjórn um verðtryggingu.“

Sjá pistil Sigmundar Davíðs í heild hér.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert