33.713 hafa kosið í SV-kjördæmi

Klukkan 18 höfðu 33.713 kosið í Suðvesturkjördæmi, eða 53,4% þeirra sem eru þar á kjörskrá.  Á kjörskrárstofni eru 63.154 manns.

Í síðustu alþingiskosningum árið 2009 höfðu 34.372 kosið klukkan 18 á kjördag eða 59,1%.

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 höfðu 20.060 kosið eða 32,1%. Í forsetakosningum í júní 2012 höfðu 24.930 kosið eða 40,2% Árið 2011, í þjóðaratkvæðagreiðslunni, höfðu 30.805 kosið eða 50,9%.

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2010 höfðu 28.182 kosið eða 47,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert