Samfylkingin tapar tveimur í SV

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fylgist með tölum í Efstaleitinu …
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fylgist með tölum í Efstaleitinu ásamt formönnum flokkanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samfylkingin tapar tveimur af fjórum þingmönnum sínum í Suðvesturkjördæmi miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í kjördæminu og heldur sínum fjórum þingmönnum.

Búið er að telja 10.800 atkvæði í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn er með 17,6% og fær þrjá þingmenn en er með einn þingmann nú. Vinstri grænir fá tvo þingmenn og er það sama staða og í síðustu kosningum og Píratar fá einn þingmann inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert