„Erum ekki af baki dottin“

Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Dögunar.
Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Dögunar.

Margrét Tryggvadóttir lýsir yfir vonbrigðum sínum með að Dögun hafi ekki náð inn á Alþingi í kosningunum í gær. „Þetta er hundfúlt og áfellisdómur yfir kosningakerfinu okkar,“ segir Margrét en Dögun var það framboð sem var næst því að ná manni inn á þing á eftir Pírötum, með 3,1% atkvæða á landsvísu. Margrét vill einnig kenna um samstöðuleysi meðal afla sem í grunninn hefðu átt mikla samleið í mörgum málum.

Margrét segist hafa eytt meirihluta kosningavökunnar hjá RÚV en farið svo á kosningavöku Dögunar sem haldin var á Boston. Þar hafi fólk verið frameftir nóttu. Hún segir að þetta sé bara upphafið og að Dögun muni halda ótrauð áfram: „Við erum ekki af baki dottin. Næst eru sveitarstjórnarkosningar að ári. Mörg okkar eru komin úr þeim geira í íbúasamtökum og slíku.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert