Gangi tiltölulega hratt fyrir sig

„Ég hugsa að það sé æskilegt að þetta gangi tiltölulega hratt fyrir sig vegna þess að það eru mjög stór mál sem bíða úrlausnar og því fyrr sem menn komast í það þeim mun betra,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is spurður að því hvenær hann teldi æskilegt að ný ríkisstjórn lægi fyrir. Fyrsta skrefið sé hins vegar hjá forsetanum sem veita muni stjórnarmyndunarumboðið.

Sigmundur Davíð segir ennfremur aðspurður um fjölda nýliða í nýju þingflokki Framsóknarflokksins að mikið hafi verið rætt um nauðsyn endurnýjunar á Alþingi og betri vinnubrögð. Hann hafi ekki áhyggjur af því að nýliðarnir í röðum þingmanna flokksins eigi ekki eftir að standa sig vel í þingstörfum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert