Þingstyrkur skiptir ekki öllu máli

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag ásamt Ólafi Ragnari …
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. mbl.is/Kristinn

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hyggst funda á morgun með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem fengu fulltrúa kjörna á Alþingi í kosningunum í gær. Í kjölfarið ætlar hann að taka ákvörðun um það hverjum hann felur stjórnarmyndunarumboðið.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Ólafur hélt í kjölfar fundar síns með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, en hann fór þess á leit við hana að ríkisstjórn hennar sæti þar til ný stjórn hefði verið skipuð.

Forsetinn lagði áherslu á það á blaðamannafundinum að þótt þingstyrkur stjórnmálaflokka skipti höfuðmáli væri hann ekki það eina sem kæmi til skoðunar þegar meta þyrfti hverjum yrði falið stjórnarmyndunarumboðið. Það mætti læra af reynslu síðustu ára. Þar kæmi einnig til álita víðtæk sátt og stuðningur í samfélaginu auk þess sem kæmi út úr fundunum með formönnum flokkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert