Sigmundur boðaður til Bessastaða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnar …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnar Grímssyni, á Bessastöðum í gær. mbl.is/Golli

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðað formann Framsóknarflokksins Sigmund Davíð Gunnlaugsson til fundar á Bessastöðum í dag þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 11:30. 

Forsetinn ræddi í gær við alla formenn flokkanna sem fengu mann kjörinn á þing, en á fundunum var fjallað um þá stöðu sem er upp eftir úrslit alþingiskosningarnar 27. apríl. Í framhaldi af þessum viðræður tekur forsetinn ákvörðun um hverjum hann felur umboð til að mynda ríkisstjórn.

Telja má víst, miðað við tilkynningu sem forsetaembættið sendi frá sér í morgun, að hann hafi ákveðið að fela Sigmundi Davíð að reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert