Björn Valur biðlar til Sigmundar

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, segir að ef Framsóknarflokkur myndi  ríkisstjórn með félagshyggjuflokkunum verði hægt að ná saman um skuldamál heimilanna án afsláttar. Hann segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé erfiður í taumi.

Í pistli á vefsvæði sínu segir Björn Valur að velji Framsókn að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki þurfi hann að gefa afslátt af kosningaloforðum sínum. Það sé tæplega meirihluti fyrir því að koma til móts við skuldug heimili enda vita af efasemdum og andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokks. Framsókn þurfi því að fá nokkuð fyrir sinn snúð gegn umræddum afslætti.

Svo segir Björn Valur: „Það er því spurning um hvort vegur þyngra hjá Framsóknarflokknum, að mynda hægri stjórn með sjálfstæðisflokknum eða mynda stjórn með félagshyggjuflokkunum um skuldamál heimilanna – án afsláttar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert