Viðræður áfram í Biskupstungum

Sigmundur Davíð og Bjarni héldu áfram viðræðum sínum í dag.
Sigmundur Davíð og Bjarni héldu áfram viðræðum sínum í dag.

Viðræður þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokks, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa staðið yfir í allan dag og halda enn áfram. Fundað var í dag í Biskupstungum.

Að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, hefur ýmislegt borið á góma í viðræðunum í dag, þar á meðal efnahagsmál og heilbrigðismál. Ekki hafa aðrir en formennirnir tveir verið viðriðnir viðræðurnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert