Ræða skuldavanda heimilanna í dag

Efnahags- og skuldamál verða einkum til umræðu á fundi formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem gert er ráð fyrir að hefjist upp úr hádegi í dag. Þar með talinn skuldavandi heimilanna.

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Hann segir aðspurður að viðræðurnar gangi sem fyrr vel. Ekkert hafi hins vegar verið rætt um það hvernig ráðuneytum kunni að verða skipt á milli flokkanna enn sem komið er. Fyrst sé ætlunin að ræða málefnin áður en komi að mögulegri verkaskiptingu.

Sigmundur og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa átt í stjórnarmyndunarviðræðum frá því um síðustu helgi. Ýmist í sumarbústöðum eða í Reykjavík. Fundað verður í dag í Reykjavík að sögn Jóhannesar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert