Ný stjórn tekur á sig mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Ráðherrum verður fjölgað um einn til tvo og verkefni færð milli ráðuneyta við myndun næstu ríkisstjórnar. Þá herma heimildir að lagt sé upp með að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði forsætisráðherra en Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

Til skoðunar er að skipta upp innanríkisráðuneytinu þannig að það verði í grunninn aftur að dómsmálaráðuneyti og samgönguráðuneyti.

Einnig verði velferðarráðuneytinu skipt upp í heilbrigðismál annars vegar og félagsmál hins vegar.

Þótt stjórnarmyndunarviðræður séu á lokastigi er endanleg skipting ráðuneyta og þeirra verkefna sem undir þau falla ekki fullfrágengin.

Útlit er fyrir að auk forsætisráðuneytisins fari Framsókn með utanríkismál, félags- og tryggingamál, samgöngumál og umhverfismál.

Sjálfstæðisflokkurinn færi hins vegar með heilbrigðismál, menntamál, dómsmál, atvinnuvegaráðuneytið og fjármálaráðuneytið, auk þess að fá embætti þingforseta. Nánar er fjallað um ráðherrakapalinn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert