Telur ólíklegt að listanum verði breytt

Halldór Halldórsson ásamt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur í Valhöll í gærkvöldi.
Halldór Halldórsson ásamt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur í Valhöll í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Halldór Halldórsson, sem varð í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær, telur ólíklegt að uppröðun á listanum verði breytt. Karlar eru í efstu þremur sætum listans. 

„Þó að þetta sé ekki bindandi prófkjör, því þátttakan er ekki það mikil, þá auðvitað ber að virða það sem að kjósendur ákveða,“ sagði Halldór í hádegisfréttum RÚV. 

Þátttakan í prófkjörinu var lítil og um fjórðungi minni en í síðasta prófkjöri flokksins í borginni.

Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir að listinn endurspegli ekki fjölbreytnina innan flokksins. „Það er alltaf talað um að kjósa eigi fólk inn á lista út frá hæfni ekki kyni en ég verð því miður að segja að mér finnst þessi listi alls ekki endurspegla það,“ sagði Jarþrúður Ágústsdóttir, formaður Landssambandsins, í hádegisfréttum RÚV.

Hún hvetur til þess að listanum verði breytt og kynjahlutföll jöfnuð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert