Daníel í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Daníel Jakobsson.
Daníel Jakobsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ í prófkjöri flokksins þann 8. febrúar 2014. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Samhliða þessari ákvörðun hefur hann ákveðið að sækjast ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri eftir kosningarnar sem fram fara 31. maí. „Undanfarin ár hafa verið skemmtileg, krefjandi og lærdómsrík allt í senn. Í störfum mínum sem bæjarstjóri einsetti ég mér að bæta rekstur bæjarins, minnka skuldir og gera sveitarfélagið betur í stakk búið til að takast á við þau krefjandi verkefni sem eru framundan. Það tel ég að hafi tekist og rekstur bæjarins er nú heilbrigður sem er undirstaða allrar þjónustu við bæjarbúa og gerir okkur kleift að sækja fram,“ segir í tilkynningu frá Daníel sem BB birtir.

„Ein ástæða þess að ég sækist eftir sæti í bæjarstjórn er sú að ég hef brennandi áhuga fyrir velferð og viðgangi Ísafjarðarbæjar. Hér eru ótal tækifæri sem þarf að nýta en fyrst og fremst þarf að tryggja að íbúum finnist áfram gott að búa hér og að svæðið sé samanburðarhæft við önnur svæði þegar kemur að búsetuskilyrðum og atvinnutækifærum.“

Sjá frétt um málið í heild á vef BB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert