Sækist eftir bæjarstjórastólnum í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir
Margrét Friðriksdóttir

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, sækist eftir fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, sækist einnig eftir fyrsta sætinu.

Í viðtali við Kópavogspóstinn segir Margrét að ef hún verði í fyrsta sæti listans muni hún gefa kost á sér sem næsti bæjarstjóri Kópavogs.

Margrét segir að hún muni skoða stöðu sína varðandi framhaldið tapi hún fyrir Ármanni í prófkjöri flokksins í næsta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert