Myndi kolfalla í Hafnarfirði

Hafnfirðingar í þungum þönkum.
Hafnfirðingar í þungum þönkum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samfylkingin og Vinstri græn tapa miklu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokkanna í Hafnarfirði.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um þessar niðurstöður kemur fram, að væri gengið til kosninga nú myndi Samfylkingin tapa þremur af fimm bæjarfulltrúum sínum og VG sínum eina fulltrúa og meirihlutinn myndi því falla. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 37,7% og fimm bæjarfulltrúa sem er svipað og hann fékk í kosningunum árið 2010.

Þá mælist Björt framtíð með 15,3% og fengi tvo fulltrúa en þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn býður fram í Hafnarfirði og enn á eftir að kynna framboðslista hans og stefnumál. Þá myndu Píratar ná inn einum fulltrúa sem og Framsókn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert