Hjálmar ekki á lista Bjartrar framtíðar

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Kópavogi hefur verið lagður fram vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor en listinn var samþykktur á fundi flokksins í gær samkvæmt frétt Kópavogsfrétta. Theodóra S. Þorsteinsdóttir lögfræðingur leiðir listann. Í öðru sæti er Sverrir Óskarsson félagsráðgjafi og í því þriðja Hreiðar Oddsson grunnskólakennari og verslunarstjóri.

Vakið hefur athygli að Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst-besta flokksins, er ekki á framboðslista Bjartrar framtíðar en hann hafði verið sterklega orðaður við flokkinn. Haft er eftir honum í frétt Kópavogsfrétta að ekki hafi verið stemning fyrir því. Hann ætli í framhaldinu að meta sína stöðu og taka ákvörðun í næstu viku. Það verði að skýrast hvort Næst-besti flokkurinn bjóði fram að nýju.

Framboðslisti Bjartrar framtíðar:

1. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur

2. Sverrir Óskarsson, félagsráðgjafi

3. Hreiðar Oddsson, grunnskólakennari og verslunarstjóri

4. Ragnhildur Reynisdóttir, sölu og markaðsstjóri

5. Andrés Pétursson, sérfræðingur

6. Rannveig Bjarnadóttir, forstöðumaður

7. Auður Sigrúnardóttir, verkefnastjóri

8. Vilhjálmur Einarsson, fasteignasali

9. Anna María Bjarnadóttir, verkefnastjóri

10. Eiríkur Ólafsson, grunnskólakennari

11. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri

12. Hulda Hvönn Kristinsdóttir, laganemi

13. Sigursteinn Óskarsson, rafvirkjameistari og framhaldsskólakennari

14. Rannveig Jónsdóttir, grunnskólakennari

15. Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur

16. Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur

17. Ólafur H. Ólafsson, stjórnmálafræðinemi

18. Erla Karlsdóttir, guðfræðingur

19. Kristinn Sverrisson, kennaranemi

20. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, B.A. í mannfræði og markvörður HK

21. Jón Ingi Ragnarsson, málarameistari

22. Kjartan Sigurjónsson, organisti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert