Listi Dögunar í Reykjavík samþykktur

Þorleifur Gunnlaugsson.
Þorleifur Gunnlaugsson.

Framboðslisti Dögunar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor var samþykktur á fundi flokksfélagsins í gærkvöldi. Fram kemur í fréttatilkynningu að einhugur hafi ríkt á fundinum og að áherslur á mannréttindamál, lýðræðismál og málefni tekjulágra hafi einkennt málflutning frambjóðenda. „Dögun í Reykjavík stefnir ótrauð að réttlátara og þar með fegurra samfélagi í okkar góðu borg,“ segir ennfremur.

Þorleifur Gunnlaugsson leiðir listann en hann hefur verið varaborgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á yfirstandandi kjörtímabili. Annað sætið skipar Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskólakennari og það þriðja Salmann Tamimi tölvunarfræðingur.

Framboðslisti Dögunar í Reykjavík:

1. Þorleifur Gunnlaugsson, dúklagningameistari og varaborgarfulltrúi
2. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
3. Salmann Tamimi, tölvunarfræðingur
4. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi
5. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur
6. Alma Rut Lindudóttir, forvarnarráðgjafi
7. Björgvin Vídalín, rafeindavirki
8. Helga Þórðardóttir, kennari
9. Hannes Ingi Guðmundsson, lögfræðingur ÖBÍ
10. Birna Magnúsdóttir, fulltrúi, Strætó bs
11. Elva Dögg Gunnarsdóttir, uppistandari
12. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir, sviðslistakona og menningarmiðlari
13. Júlíus Guðmundsson, iðnaðarmaður
14. Kristmundur Axel Kristmundsson, tónlistarmaður
15. Gígja Skúladóttir , hjúkrunarfræðinemi
16. Kristjana Sveinsdóttir, framhaldsskólakennari
17. Piotr Karolmurawski, verkstjóri
18. Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur og menningarmiðlari
19. Leifur Leifsson, þjónustufulltrúi
20. Rannveig Ernudóttir Bergmann, guðfræðingur
21. Guðmundur Steinsson, áfengisráðgjafi
22. Álfheiður Þórhallsdóttir, tónmenntakennari
23. Hafsteinn Freyr Gunnarson, smiður og kerfisfræðingur
24. Jón Bjarni Jónuson, einkaþjálfari
25. Björgvin Björgvinsson, ellilífeyrisþegi
26. Bergrún Brá Kormáksdóttir, félagsráðgjafanemi
27. Sigurður Jónas Eggertsson, tölvunarfræðingur
28. Elísabet (Dottý) Kristjánssdóttir, félags- og sjúkraliði
29. Sigurbjörg Guttormsdóttir, leikskólakennari
30. Kristján Hreinsson, skáld

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert