Alþýðufylkingin býður fram í Reykjavík

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, leiðir lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Alþýðufylkingin hefur gefið út kosningastefnuskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor sem lögð er til grundvallar framboði flokksins til borgarstjórnar. Samþykkt hefur verið að formaður flokksins, Þorvaldur Þorvaldsson, verði í efsta sæti framboðslistans en röð næstu sæta verður ákveðin fljótlega þegar frambjóðendahópurinn liggur fyrir, segir í tilkynningunni.

Í stefnuskránni segir m.a. að stefna Alþýðufylkingarinnar í sveitarstjórnarmálum byggist á því meginsjónarmiði samtakanna að skilyrði fyrir auknum jöfnuði, lýðræði og velferð og lífsgæðum alþýðunnar sé aukið vægi hins félagslega á kostnað markaðsvæðingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert