Flest borgarfulltrúaefni í Reykjavík búa í 101

Fáir frambjóðendur í Reykjavík eru búsettir í úthverfunum.
Fáir frambjóðendur í Reykjavík eru búsettir í úthverfunum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Flest borgarfulltrúaefnin á framboðslistum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eiga lögheimili miðsvæðis í borginni, en mjög fá í úthverfunum.

Þetta kom í ljós þegar Morgunblaðið kannaði búsetu fimm efstu manna á framboðslistunum sjö sem birtir hafa verið.

Fimmtán í hópnum, nær allir sem mestar líkur eru á að nái kjöri í borgarstjórn í vor, eiga heima innan pósthverfisins 101 sem oft er kennt við kaffihúsamenningu. Þar búa allir fimm efstu á lista Bjartrar framtíðar, fjórir af fimm efstu frambjóðendum Samfylkingarinnar og þrír af fimm í efstu sætum Sjálfstæðisflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert