Ólafur Þór í efsta sæti VG í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson mbl.is

Vinstri græn munu bjóða fram í samstarfi við félagshyggjufólk í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Efsta sæti listans skipar Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG og annað sætið Margrét Júlía Rafnsdóttir varaborgarfulltrúi.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að með því að efna til samstarfs vilji Vinstri græn leggja sitt af mörkum til að vera vettvangur þeirra sem vilja ekki endilega binda sig á flokkslista en telja að sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis falli að sínum skoðunum.

„VG vilja að við stjórn bæjarmála getum við komist upp úr flokkspólitískum hjólförum, án þess að slá af í baráttu okkar fyrir betra samfélagi.  Við viljum leitast við að ná samstöðu um lausnir á verkefnum bæjarins. Listinn býður fram undir listabókstafnum V, en á listanum er reynslumikið fólk í bland við nýtt fólk í bæjarmálum sem kemur frá báðum hópunum.“

Sex efstu sætin á listanum skipa:

  1. Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi
  2. Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og varabæjarfulltrúi
  3. Sigríður Gísladóttir,  dýralæknir
  4. Arnþór Sigurðsson, forritari og varabæjarfulltrúi
  5. Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi
  6. Gísli Baldvinsson, náms-og starfsráðgjafi og nemi 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert