Aðeins í Reykjavík er um fullt starf að ræða

Í bæjarstjórn Kópavogs er deilt um það hvort gera eigi …
Í bæjarstjórn Kópavogs er deilt um það hvort gera eigi starf bæjarfulltrúa að fullri vinnu. mbl.is/Árni Sæberg

Hvergi nema í Reykjavík eru kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar í fullu starfi hjá bæjarfélögunum nema þeir séu sveitarstjórar eða bæjarstjórar. Starfskjör þeirra eru mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars.

Deilt er um það hvort starf bæjarfulltrúa í Kópavogi eigi að teljast fullt starf eins og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Ómar Stefánsson, hefur lagt til. Tillögu hans var vísað til forsætisnefndar bæjarstjórnarinnar og hefur henni verið falið að greina umfang starfs bæjarfulltrúa og verkefna þeirra og meta í kjölfarið hvernig vinnunni skuli háttað.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst bæjarstjórinn í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, alfarið á móti hugmyndum um aukið starfshlutfall bæjarfulltrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert