Stysti fundur 4 mínútur

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samtals fundað í 56 mínútur á fimm …
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samtals fundað í 56 mínútur á fimm fundum frá áramótum. Stysti fundurinn var 4 mínútur.

Bæjarstjórnin í Seltjarnarnesbæ hefur samtals fundað í 56 mínútur á fimm fundum það sem af er þessu ári.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri í Seltjarnarnesbæ, segir að fundirnir taki gjarnan stuttan tíma sökum þess hve góð samvinna er í nefndum bæjarins. Lengsti fundur ársins var 22. janúar og tók hann 22 mínútur. Sá stysti var 26. febrúar og tók fjórar mínútur.

„Þetta er vegna góðs samstarfs á milli minni- og meirihluta allt kjörtímabilið. Það er búið að ræða málin mjög vel í nefndum. Bæjarstjórn fer yfir fundargerðir nefnda og í flestum tilvikum hefur ekki þótt ástæða til að ræða það frekar þar sem umræðan hefur farið fram áður,“ segir Ásgerður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert