Eyþór efstur í Grundarfirði

Kosið var um röðun á L – listans í Grundarfirði sunnudaginn 30. mars sl. en kosning í tvö efstu sætin var bindandi.  18 manns gáfu kost á sér til setu á listanum eftir tilnefningu meðal bæjarbúa. Eyþór Garðarsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarráðs, skipar efsta sæti listans. 

Uppstillinganefnd kynnti síðan niðurstöðu kosninganna og ákvörðun um röðun á lista á fundi með þeim sem skipa 14 efstu sætin miðvikudaginn 2. apríl  og var sú skipan  samþykkt. Listinn var síðan kynntur  á opnum fundi í Sögumiðstöðinn fimmtudaginn 3. apríl. 

  1. Eyþór Garðarsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarráðs.
  2. Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
  3. Hinrik Konráðsson, fangavörður
  4. Elsa Björnsdóttir, ferðamálafræðingur
  5. Gunnar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri
  6. Sævör Þorvarðardóttir, fangavörður
  7. Þorbjörg Guðmundsdóttir, kennari
  8. Ólafur Tryggvason, umsjónarmaður fasteigna hjá FSN
  9. Guðrún Jóna Jósepsdóttir, fjármálastjóri FSN
  10. Bjarni Jónasson, vélstjóri
  11. Sólrún Guðjónsdóttir, framhaldsskólakennari
  12. Helena María Jónsdóttir, afgreiðslumaður í Lyfju
  13. Vignir  Maríasson, vinnuvélastjóri
  14. Una Ýr Jörundsdóttir, framhaldsskólakennari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert