Óákveðið með framboð til sveitarstjórna

Benedikt Jóhannesson,
Benedikt Jóhannesson, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson segir ekki hægt að fullyrða um það eða útiloka að nýr stjórnmálaflokkur Evrópusinna sem rætt hefur verið um að stofna bjóði fram í kosningum til sveitarstjórna.

Hann segir að þetta hljóti að verða skoðað þar sem kosningar séu í vor. „Svo er að hinu að huga að þetta eru ekki fyrst og fremst sveitarstjórnamál.“

Fram kom í ávarpi Benedikts á samstöðufundi á Austurvelli sl. laugardag að fólk hefði komið saman til að ræða stofnun nýs stjórnmálaflokks og hann teldi líklegt að hann yrði stofnaður. Benedikt segist í samtali við Morgunblaðið ekki eiga von á að boðað verði til undirbúningsfunda eða annars formlegs undirbúnings fyrr en eftir páska.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert