Kerfiskarlar stoppi hlutina

Um 50 manns komu á íbúafund í Breiðholti í gærkvöldi.
Um 50 manns komu á íbúafund í Breiðholti í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um 50 manns, auk frambjóðenda fyrir borgarstjórnarkosningar í vor, mættu á íbúafund í Breiðholti í gærkvöldi. Markaði hann upphaf hverfafunda fyrir kosningarnar 31. maí.

Á fundinum kenndi ýmissa grasa. Meðal annars var rætt um skólamál og bent á að framkvæmdir við Breiðholtsskóla hafa dregist. Þá komu fram þau sjónarmið að íþróttasvæði ÍR hefðu dregist aftur úr öðrum hverfum svo dæmi séu nefnd.

Helgi Kristófersson, formaður íbúðarsamtakanna Betra Breiðholt, segir að helsta umkvörtunarefni fundargesta hafi snúið að því hve lítið sé hlustað á óskir íbúa í borgarkerfinu. ,,Það er helst að hiti hafi verið í fólki þegar kom að íbúalýðræði. Íbúar koma ekki sínum málum að og það er eins og kerfiskarlar stoppi hlutina af. Fyrir vikið er ekki tekið á sumum málum árum saman. Fólki finnst vanta skilvirkara ferli,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert