Leiðir Bjarta Framtíð í Hafnarfirði

10 efstu menn á lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.
10 efstu menn á lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson

Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og Formaður Bandalags Háskólamanna, leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Listinn var kynntur í dag og þetta eru 10 efstu menn:

<ol> <li>Guðlaug Kristjánsdóttir - Sjúkraþjálfari, Formaður BHM  </li> <li>Einar Birkir Einarsson - Verkfræðingur, framkvæmdarstjóri</li> <li>Borghildur Sölvey Sturludóttir - Arkitekt</li> <li>Pétur Óskarsson – Rekstrarhagfræðingur, frumkvöðull og framkvæmdarstjóri</li> <li>Helga Björg Arnardóttir - Klarínettuleikari og tónlistarkennari </li> <li>Hörður Svavarsson  - Leikskólastjóri og Formaður Íslenskrar ættleiðingar</li> <li>Matthías Freyr Matthíasson - Námsmaður og barnarverndarstarfsmaður </li> <li>Lilja Margrét Olsen - Héraðsdómslögmaður</li> <li>Karólína Helga Símonardóttir - Mannfræðingur, móðir og námsmaður</li> <li>Hlini Melsteð Jóngeirsson - Kerfisstjóri og séni</li> </ol> <span>„Veturinn hefur verið mjög líflegur og skemmtilegur, vorið leggst vel í okkur,“ segir Guðlaug.</span> <span>„ Svo er bara að sjá hvort bæjarbúum líkar við hugmyndir okkar um blómlegan, öflugan og umfram allt skemmtilegan Hafnarfjörð. Okkar einu kosningaloforð eru að vera jákvæð, bjartsýn og málefnaleg.“</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert